Um Keldan fréttir

Keldan Fréttir – tilraunaverkefni

Keldan Fréttir er nýtt tilraunaverkefni innan Keldunnar sem miðar að því að auka gagnsæi og bæta aðgengi að upplýsingum um íslensk fyrirtæki. Verkefnið tengist vinnu okkar við listann yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri, þar sem við birtum reglulega fréttir sem byggja á árs- og árshlutareikningum félaga, opinberum tilkynningum og öðrum rekstrarupplýsingum.

Við nýtum gervigreind við gerð fréttanna, sem gerir okkur kleift að miðla staðreyndum og gögnum á skýran og hlutlægan hátt.


Hvað birtist á Keldan Fréttum?

  • Árs- og árshlutareikningar félaga, ásamt fréttum um helstu niðurstöður þeirra.
  • Kauphallartilkynningar og aðrar opinberar tilkynningar skráðra útgefenda.
  • Upplýsingar sem hafa áhrif á markaði, fyrirtæki og hagsmunaaðila.
  • Greiningar og yfirlit sem setja lykiltölur og rekstrarárangur í samhengi.

Markmið

Með þessu verkefni viljum við:

  • Vekja athygli á Fyrirmyndarfyrirtækjum í rekstri og gagnagrunnum Keldunnar
  • Prófa nýja leið til að miðla upplýsingum með aðstoð gervigreindar.
  • Gera gögn um fyrirtæki aðgengilegri og gagnsærri fyrir fjárfesta, stjórnendur og almenning.
  • Styrkja Kelduna sem lykilupplýsingaveitu atvinnulífsins á Íslandi.

Viðbót við kjarnastarfsemi Keldunnar

Keldan Fréttir er ekki hefðbundinn fjölmiðill heldur viðbót við gagnadrifna þjónustu okkar. Með þessari tilraun stöndum við vörð um hlutverk Keldunnar sem trausts vettvangs fyrir gögn og upplýsingar, en bætum við fréttaskrifum sem endurspegla stöðu fyrirtækja og markaða – bæði í rauntíma og yfir lengri tíma.